SAMFÉLAGSDAGUR STJÖRNUNNAR

SAMFÉLAGSDAGUR STJÖRNUNNAR VERÐUR NÚNA Á LAUGARDAGINN ÞANN 24. MAÍ FRÁ KL. 10-12.

Þá ætla allir iðkendur, þjálfarar og foreldrar hjá Stjörnunni að eiga skemmtilegan morgun saman og gera umhverfið í kringum svæðið okkar hreint og fínt. Hefðbundnar æfingar á þessum tíma falla niður og hóparnir mæta þess í stað á Samfélagsdaginn. Veðurspáin er góð og því ekkert til fyrirstöðu að eiga góðan laugardagsmorgun saman.

Handboltafólk mætir í Mýrina

Eftir að hafa fegrað umhverfið þá hittast allir hjá battavellinum í Ásgarði og fá grillaðar pylsur og ávaxtasafa auk þess að geta leikið sér í hoppukastala og spreytt sig í ýmsum boltaþrautum.

Hlökkum til að sjá þig og þína

Starfsfólk UMF Stjörnunnar

Skíni STJARNAN

UPPSKERUHÁTÍÐ OG BARÁTTAN UM GULLIÐ!

Við minnum á uppskeruhátíðina í Mýrinni á miðvikudaginn, 14.maí kl. 17-19 og svo 4. leik meistaraflokks kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í Vodafonehöllinni kl. 19.45.  Rútuferðir á leikinn.  Allir að mæta í bláu.

MEÐ SIGRI HAMPA STELPURNAR ÍSLANDSMEISTARATITLI!

ÁFRAM STJARNAN!

Uppskeruhátíð og sumarfrí :)

hæhæ 🙂

á morgun, miðvikudaginn 14. mai, verður uppskeruhátíð handboltans 🙂

Mætum kl. 17:00 í Stjörnubol/peysu (tekin verður mynd af hópnum)

Þar sem eldra árið byrjar að æfa með 4. flokki í vikunni verða ekki fleiri æfingar eftir uppskeruhátíðina 🙂

Vona að allar haldi áfram að æfa næsta vetur þar sem allir hafa náð miklum framförum og flokkurinn verður mun stærri næsta vetur 🙂

Hlakka til að sjá ykkur á morgun kl 17:00 í Stjörnugalla og góðu sumarskapi 🙂

kv. 

Tinna 🙂

 

Mynd

Uppskeruhátíð handboltans

UPPSKERUHÁTÍÐ-auglýsing(1)_000001

Æfingin á miðvikudag fellur niður

hæhæ, æfingin á miðvikudag fellur niður vegna fyrsta úrslitaleiks í mfl. kvk 🙂

 

Endilega mæta á leikinn, þetta verða alvöru leikir 🙂

 

Æfing í dag kl 17 🙂

 

kv. 

Tinna

Æfingin á miðvikudag

hæhæ, æfingin á morgun, miðvikudag, fellur niður vegna leiksins. 

það er skyldumæting á leikinn, allir velja sér einn leikmann og skrá hjá sér allt sem sá leikmaður gerir (mörk, mistök, góð vörn… )

 

ég sendi mail á foreldra í dag og þarf að fá svör fyrir fimmtudag 🙂

 

kv. 

Tinna

PÁSKAFRÍ!

Æfingar í hanboltanum falla niður hjá flokknum á meðan páskafrí grunnskólanna stendur yfir.

Æfing fellur niður í dag, miðvikudag

hæhæ, ég var búin að láta stelpurnar vita að æfingin í dag fellur niður vegna árshátíðar. 

Sjáumst hressar á föstudaginn kl 16:30 🙂

 

kv. 

Tinna

Mót næstu helgi á Seltjarnarnesi

hæhæ 🙂 það verður mót næstu helgi, við spilum á laugardagsmorgni. 

þetta er mót yngra árs en við munum fá undanþágu og spila með nokkra af eldra ári. 

Ég þarf að fá það staðfest hverjar geta spilað á þessu móti 🙂

Endilega láta mig vita á æfingu í dag, getið líka sent mér línu á tinna@gardaskoli.is

kv.

Tinna

08:00 3.deild B Stjarnan 1       Fram GH 2
08:35 3.deild B Selfoss 2       KA/Þór 2
09:10 3.deild B Víkingur 2       Stjarnan 1
09:45 3.deild B Fram GH 2       Selfoss 2
10:20 3.deild B KA/Þór 2       Víkingur 2
11:10 3.deild B Stjarnan 1       Selfoss 2
11:45 3.deild B Fram GH 2       KA/Þór 2
12:20 3.deild B Selfoss 2       Víkingur 2
12:55 3.deild B KA/Þór 2       Stjarnan 1
13:30 3.deild B Víkingur 2       Fram GH 2

Meistaraflokkur karla; Selfoss-Stjarnan föstudaginn 21. mars

Strákarnir í meistaraflokki eiga leik á móti Selfossi, á Selfossi, föstudaginn 21.mars. Sigur í þessum leik mun færa liðið skrefi nær sigri í 1. deild og þar með sæti í Olísdeildinni næsta haust.

Núna er lag fyrir alla fjölskylduna að fara austur og styðja strákana.

Rútur fara frá Mýrinni kl 18:30, verð 500 kr pr. farþega.
Selfoss – Stjarnan 20:00, Íþróttahúsið á Selfossi

Mætum og styðjum strákana í baráttunni!!

Áfram Stjarnan